26.04.2005
Þá er Andrésar Andarleikunum lokið og heppnuðust þeir mjög vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Skíðafélag Dalvíkur var með skráða 59 keppendur og var fimmta fjölmennasta félagið á leikunum.
Krakkarnir voru alsæl að mótinu loknu og fóru heim hlaðin gjöfum. Þau voru öll að standa sig mjög vel þó svo að þau kæmust ekki öll upp á pall. Myndir af mótinu koma inn á síðuna okkar á næstu dögum.
Þau sem fóru á pall voru:
7 ára stúlkur:
Birta Dís Jónsdóttir 9.sæti í svigi
Elísa Rún Gunnlaugsdóttir 11.sæti í svigi
8 ára drengir:
Arnór Reyr Rúnarsson 5.sæti í svigi og 3.sæti í stórsvigi
8 ára stúlkur:
Sólrún Anna Óskarsdóttir 3.sæti í svigi og 6.sæti í stórsvigi
Ásdís Dögg Guðmundsdóttir 6.sæti í svigi og 7.sæti í stórsvigi
9 ára drengir:
Ottó Hrafn Hákonarson 9.sæti í svigi
11 ára drengir:
Stefán Daði Bjarnason 2.sæti í svigi og 3.sæti í stórsvigi
11 ára stúlkur:
María Bjarnadóttir 5.sæti í svigi
12 ára drengir:
Einar Oddur Jónsson 4.sæti í svigi
Unnar Már Sveinbjarnarson 4.sæti í stórsvigi
12 ára stúlkur:
Brynja Vilhjálmsdóttir 3.sæti í svigi