Andresarandar leikarnir 2012

Kæru foreldrar og forráðamenn. Andrésar Andarleikarnir fara fram í Hlíðarfjalli dagana 18. - 21. apríl nk. Fundur með foreldrum verður í Brekkuseli sunnudaginn 15. apríl kl. 20:30. Foreldrar barna sem eru að fara í fyrsta skipti á leikana eru beðnir að mæta kl. 19:45. Foreldrar barna sem eru í 1, 2 og 3 bekk verða að fylgja börnum sínum á leikana. Keppendur greiða aðeins lyftupassa. Þeir sem eiga lyftupassa í Hlíðarfjalli greiða ekkert. Fyrir foreldra er gjaldið 6000 kr. + lyftupassi. Verðið á lyftupössunum er ekki komið á hreint en verður gefið upp síðastalagi á fundinum. Þeir foreldrar sem taka að sér fararstjórn fá lyftupassa eigi þeir ekki passa í Hlíðarfjall. Innifalið í þessu gjaldi er rúta inn á Akureyri (ekki heim) fyrir börnin, gisting, morgunmatur þrjá morgna og kvöldverður tvö kvöld ásamt nesti í fjallið. Gist er í Íþróttahúsinu við Laugargötu eins og síðustu ár. Allir verða að koma með skíðin klár fyrir fyrsta keppnisdag. Muna að merkja allan búnað. Foreldrafélag Skíðafélags Dalvíkur