Andresarfara í dósasöfnun í síðustu viku.

Fyrsta dósasöfnun skíðabarna fór fram á fimtudaginn. Söfnunin gékk mjög vel að sögn foreldrafélagsins og vilja þau koma þakklæti til íbúa fyrir góðar móttökur. Dósum verður aftur safnað síðar í vetur og allur ágóði söfnunarinnar fer í að greiða niður kostnað barnanna vegna Andresar andar leikanna í vor.