Andresarleikarnir í dag sumardaginn fyrsta.

Í dag hófst keppni á Andresarleikunum. Krakkarnir okkar stóðu sig mjög vel í dag og 4 Andresar tittlar unnust. Jakob Helgi Bjarnason vann stórsvig 14 ára, Arnór Snær Guðmundsson stórsvig 10 ára, Helgi Halldórsson svig 8 ára og Guðfinna Eir Þorleifsdóttir svig 8 ára. Alls voru 16 krakkar í verðlaunasætum í dag. Keppnin heldur síðan áfram á morgun en leikunum líkur á laugardaginn. 82 keppendur frá Skíðafélagi Dalvíkur eru skráðir til leiks. Öll úrslit er að finna á skidi.is.