Árgangur 96 gistir í Brekkuseli

Aðfaranótt sunnudagsins 11. mars ætla skíðabörn fædd 1996 að gista í Brekkuseli. Mæting er kl. 18:00 Eitthvað verður sprellað með börnunum og síðan verða pantaðar pitsur. Börnin þurfa því að vera með 700 krónur fyrir pitsu og nesti fyrir sunnudagsmorgunin. Sleðar og aðrir slíkir hlutir eru velkomnir á svæðið þetta kvöld. ;o) Að sjálfsögðu þurfa allir að hafa svefnpoka og tannbursta. Reiknað er með að foreldrar sæki börnin sín kl 10 á sunnudagsmorguninn.