Arnór á Topolino leikanna

Skíðasamband Íslands hefur valið Arnór Reyr Rúnarsson úr Skíðafélagi Dalvíkur til þátttöku á Topolino leikunum. Leikarnir fara fram Folgaria á Ítalíu dagana 17. - 19 mars næstkomandi. Mótið er talið eitt sterkasta mót í heiminum fyrir krakka í 13-14 ára flokki. Aðrir keppendur á Topolino 2011 eru: Alexía María Gestsdóttir Ólafsfirði, Kristín Rut Gunnarsdóttir SKA, María Eva Eyjólfsdóttir Víking, Sigurður Hauksson IR og Arnar Ingi Kristgeirsson IR.