Ástandið á skíðasvæðinu orðið mjög dapurt.

Síðustu daga hefur verið sumarblíða hér á Dalvík eins og á landinu öllu. Í gær fór hitinn upp í 17 gráður og hefur verið í kringum 12 gráðurnar í dag. Töluverður vindur hefur ekki bætt ástandið og snjórinn á skíðasvæðinu hefur minkað það mikið að ekki er útlit fyrir opnun næstu daga. Veðurspár gera ráð fyrir óbreyttu veðri fram á miðvikudag. Nánar hér á síðunni á þriðjudag en þá verður endanlega tekin ákvörðun um framhaldið.