15.05.2002
Íþrótta-, æskulýðs- og menningarráð og Skíðafélag Dalvíkur leggja til við bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar eftirfarandi áætlun til 8 ára eins og ráðinu var falið að gera.
Árið 2002 er lagt til að ráðist verði í eftirfarandi framkvæmdir:
1. Lögð verði hitaveita að Brekkuseli.
2. Endurnýjaður verði vegur að Brekkuseli í samráði við Vegagerð ríkisins.
3. Viðhald á snjótroðara samkvæmt meðfylgjandi kostnaðaráætlun að upphæð kr. 800.000.-
4. Undirbúningur verði hafinn á byggingu geymsluhúsnæðis fyrir troðara
Árið 2003.
1. Hafin verði bygging á geymsluhúsnæði fyrir troðara.
2. Gengið verði frá umhverfi Brekkusels.
Árið 2004.
1. Byggingu troðarageymslu lokið.
2. Hafin verði undirbúningur á kaupum á nýjum troðara.
Árin 2004-2010.
Áframhaldandi uppbygging skíðasvæðisins, svo sem nýjar lyftur og viðhald þeirra sem fyrir eru.