Atvinna

Skíðafélag Dalvíkur óskar eftir að ráða starfsmann í framtíðarstarf á Skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli. Starfstíminn er 8 mánuðir eða frá 15.september næstkomandi til 15. maí ár hvert. Unnið er að því að til verði heilsársstarf í samvinnu við aðra aðila á Dalvík eftir 15. maí 2005. Um er að ræða starf sem felur í sér umsjá með daglegum rekstri síðasvæðisins yfir skíðavertíðina. Utan skíðavertíðar sér starfsmaðurinn um viðhald skíðamannvirkja, þ.e. hús, lyftur, troðara og annara hluta í eigu félagsins. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt, hafa vinnuvélaréttindi og eiga auðvelt með að umgangast börn og unglinga. Athugið að Skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli er tóbakslaust. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 2004. Umsóknir sendist á Skíðafélag Dalvíkur Brekkuseli 620 Dalvík. Nánari upplýsingar gefur Óskar Óskarsson í síma 4661816 eða 8983589 eftir kl. 20:00 á kvöldin. Skíðafélag Dalvíkur