- skíðasvæði Dalvíkur
- Félagið
- Iðkendur
- English
- Jónsmót
Það fór ekki fram hjá mörgum að Skíðafélag Dalvíkur fór í talsverða landbreytingu í Barnabrekkunni í sumar.
Steypustöð Dalvíkur vann verkið með miklum sóma fyrir félagið og núna þegar veturinn er kominn á fullt erum við farin að sjá árangur vinnunar.
Fyrir breytingu var halli brekkunar mikið vandamál fyrir byrjendur á skíðum og brettum ásamt því að snjósöfnun var erfið, tímafrek og dýr. Með þessum breytingum hefur ásýnd brekkunar og vinnsla gerbreyst.
Núna þarf talsvert minni snjó til að halda brekkunni góðri auk þess sem skíðun byrjenda er miklu auðveldari og sem ekki síst mikilvægt var, er að kostnaður í viðhaldi á brekkunni hefur lækkað verulega.
Hér áður fór mikill tími á snjótroðaranum í að rétta brekkuna af eins og hægt var. Í dag er þetta fyrst og fremst yfirkeyrsla sem útheimtir talsvert minni tíma og mikið minni olíu notkun.
Við erum því ákaflega stolt og ánægð með verkið og vonandi verður það vísir af meiri slíkum framkvæmdum í framtíðini.
Brekkusel | 620 Dalvik Kt: 4903810319 |
Hægt er að hafa samband við svæðisstjóra
|
Skíðasvæði Dalvíkur s: 466-1010 email: skidalvik@skidalvik.is tv