Barri og Bríet með gull í Oddskarði.

Bríet, Barri Álfrún og Arnór.
Bríet, Barri Álfrún og Arnór.

Um helgina fór fram fyrsta bikarmót ársins í flokki 12 -15 ára. Frá Skíðafélagi Dalvíkur fór fríður hópur iðkenda og foreldra. í yngri flokknum 12-13 ára voru 10 keppendur frá okkur og eldri flokknum 14-15 ára voru 7 keppendur. Aðstæður ví Oddskarði voru nokkuð krefjandi um helgina, töluverð ísing og þoka.
Á laugardegi var keppt í stórsvigi, þar áttum við 1. og 3 sæti hjá bæði stráum og stelpum í 12-13 ára flokki. Barri Björgvins vann og Arnór Atli Kárason varð þriðji. Hjá stelpunum vann Bríet Sara Níelsdóttir og Álfrún Mjöll Sveinsdóttir varð þriðja.

Hjá eldra hollinu voru það þau Eyrún Hekla sem endaði í 9 sæti og Tómas sem endaði í 11 sæti, öðrum helktist á.

Á sunnudeginum var keppt í svigi, þar gékk á ymsu og töluverð afföll af keppendum, enda krefjandi aðstæður.

Barri sigraði í flokki 12-13 ára 

Hægt er að skoða nánari úrslit hér (Passið að velja RUN2 efst á hverri síðu.)