- skíðasvæði Dalvíkur
- Félagið
- Iðkendur
- English
- Jónsmót
Nú bíða skíðamenn færis að snjóframleiðsla hefjist og hafa sjálfboðaliðar og starfsmenn svæðisins unnið hörðum höndum undanfarna daga við undirbúning. Á dögunum var upptekt á troðara lokið og er hann því að verða klár í slaginn. Þá tóku starfsmenn allar snjóbyssurnar í yfirhalningu fyrir komandi átök.
Eins og áður hefur komið fram var bætt við nýjum snjósöfnunargirðingum núna á haustdögum, einnig var farið í þá framkvæmd að grjóthreinsa nýja skíðaleið sem stefnt er á að nota í vetur. Sú leið liggur samhliða neðri-lyftu (norðan við lyftuna).
Sjá má myndir frá haust-starfinu hér
Nýr starfsmaður félagsins tók til starfa 1.nóvember og gegnir hann hlutverki svæðisstjóa, það er Hörður Finnbogason, bjóðum við hann velkominn til starfa, nánari kynning á honum á næstu dögum, annar starfsmaður félagsins sem vart þarf að kynna er Júlíus G. Bóasson. Standa þeir félagar vaktina fram að snjóum, en þá bætast fleiri í hópinn sem kynntir verða síðar.
En við erum klár í veturinn og vonumst til að sjá sem flesta í fjallinu í vetur.
Brekkusel | 620 Dalvik Kt: 4903810319 |
Hægt er að hafa samband við svæðisstjóra
|
Skíðasvæði Dalvíkur s: 466-1010 email: skidalvik@skidalvik.is tv