19.01.2011
Milli jóla og nýárs var haldið FIS mót í Hlíðarfjalli. 7 keppendur úr Skíðafélagi Dalvíkur tóku þátt í mótinu en það voru þeir Mod og Mad Björgvinssynir, Þorsteinn Helgi Valsson, Unnar Sveinbjarnarson, Hjörleifur Einarsson,Jakob Helgi Bjarnason og Björgvin Björgvinsson. Þeir sem skiluðu sér í mark stóðu sig mjög vel. Fyrri daginn endaði Mad Björgvinsson 3 sæti og Þorsteinn Helgi Valsson var 5. Seinni daginn vann Björgvin Björginsson, Mad Björgvinsson varð 3, Mod Björgvinsson 4 og Þorsteinn Helgi Valsson varð 6. Aðrir skiluðu sér ekki í mark.
Um síðustu helgi fór síðan fyrsta bikarmót vetrarins fram sem einnig var Fis mót. Mótið fór fram í Hlíðarfjalli. Sömu keppendur og á fyrra mótinu tóku þátt nema Björgvin Björgvinsson.
Keppt er í fullorðinsflokki, 17-19 ára flokki og 15-16 ára flokki.
Að þessu sinni voru allir bestu skíðamenn Íslands með nema Björgvin eins og áður sagði og Sigurgeir Halldórsson sem eru við æfingar og keppni erlendis.
Dalvík var með einn keppanda í 15-16 ára flokknum og fimm keppendur í 17-19 ára flokki. Allir eru síðan gjaldgengir í fullorðinsflokki en þar vantaði að sjálfsögðu okkar besta keppanda.
Keppendur í karlaflokkum voru 38 og luku 28 keppendur keppni bæði í svigi og í stórsvigi.
Okkar keppendur stóðu sig með stakri prýði og kláruðu allir bæði mótin.
Jakob Helgi Bjarnason varð no. 4 í stórsvig og no. 3 í svigi hann endaði no. 2 í 15-16 ára flokkinum í báðum greinum. Jakob er á yngra ári í 15-16 flokknum. Hann var að bæta stöðu sína á heimlistanum verulega í sviginu.
Ronnachai Mad varð no. 7 í stórsvigi og no. 4 í svigi. Í 17-19 ára flokknum varð hann no.3 í stórsvigi og no. 1 í svigi. Hann bætti sig vel í báðum greinum á heimslistanum.
Unnar Már Sveinbjarnarson varð no. 5 í stórsvigi og no. 10 í svigi. Í 17-19 ára flokknum varð hann no. 2 í stórsvigi og no. 3 í svigi. Unnar bætti sig lítilega í báðum greinum
Ritthichai Mod varð no. 10 í stórsvigi og no. 6 í svigi. Í 17-19 áraflokknum varð hann no. 4 í stórsvigi og no. 2 í svigi. Mod var að bæta sína stöðu í sviginu og einnig lítillega í svigi.
Þorsteinn Helgi Valsson varð no. 15 í stórsvigi og no.19 í svigi. Í 17-19 ára flokknum varð hann no. 7 í stórsvigi og no. 8 í sviginu. Þorsteinn er búin að bæti sig verulega á þessum fyrstu mótum.
Hjörleifur Einarsson varð no. 18 í stórsvigi og no. 12 í svigi í 17-19 ára flokkinum varð hann no. 8 í stórsvigi og no. 5 í svigi. Hjölla tókst ekki að bæta sína púntastöðu að þessu sinni.
Það má því segja að Dalvík hafi átt góða daga á fyrstu bikarmótum skíðasambandsins og eru strákarnir okkar efstir í bikarkeppni skí í 17-19 ára flokkinum eftir þessi fyrstu mót.