Bikarmeistarar SKÍ 2002 í göngu

Í lokahófi Skíðamóts Íslands var tilkynnt hvaða skíðamenn hefðu unnið sér nafnbótina "Bikarmeistari SKÍ í göngu 2002", en um er að ræða samanlagðan árangur úr bikarmótum vetrarins. Bikarmeistari SKÍ í göngu 20 ára og eldri er Ólafur Th. Árnason, Ísafirði, í göngu 17-19 ára pilta er Andri Steindórsson, Akureyri, bikarmeistari í ár og Elsa Guðrún Jónsdóttir, Ólafsfirði, í kvennaflokki.