Bikarmót 13-14 ára í Hlíðarfjalli.

Fyrsta bikarmót vetrarins í flokki 13-14 ára fór fram í Hlíðarfjalli um helgina. Þrír keppendur úr Skíðafélagi Dalvíkur tóku þátt í mótinu, Elísa Gunnlaugsdóttir, Andrea Birkisdóttir og Karl Þorleifsson. Á laugardaginn var keppt í svigi og enduðu Andrea og Karl bæði í 3 sæti í 13 ára flokki. Elísa keppir í 14 ára flokki og endaði í 5 sæti. Á sunnudaginn var keppt í stórsvigi. Andrea sigraði í 13 ára flokki og Karl lenti í 4 sæti. Elísu hlekktist á í seinni ferðinni en kláraði samt mótið.