Bikarmót 13-14 ára í svigi á morgun.

Á morgum fimmtudag verður bikarmót í flokki 13-14 ára hér á skíðasvæðinu á Dalvík. Reynt verður af bestu getu að setja fréttir af mótinu hér inn á síðuna jafn óðum og hlutirnir gerast. Við höfum gert það á bikarmótunum í vetur og hafa mjög margir fylgst með því. Það eru skíðafélögin á Dalvík og á Ólafsfirði sem halda mótið og er dagskráin eftirfarandi. Kl. 12:30 Farastjórafundur í Brekkuseli Svig: Kl. 13:15 Skoðun stúlkur og drengir Kl. 13:45 Skoðun líkur Kl. 14:00 Fyrri ferð, stúlkur. Kl. 14:45 Fyrri ferð, drengir. Kl. 16:00 Skoðun stúlkur og drengir Kl. 16.30 Skoðun líkur Kl. 16:45 Seinni ferð, stúlkur. Kl. 17:30 Seinni ferð, drengir. Lagning brauta: Fyrri ferðir stúlkur og drengir: Björgvin Hjörleifsson Dalvík. Seinni ferð stúlkur: Ales Skíðafélagi Akureyrar. Seinni ferð drengir: Þórður Hjörleifsson Víkingi. Verðlaunaafhending við Brekkusel strax eftir mót um 18:30 Mótshaldarar áskilja sér rétt til breytinga á dagskrá. Skíðafélag Dalvíkur Skíðafélag Ólafsfjarðar