Bikarmót 13-14 ára Stafdal um síðustu helgi.

Um síðustu helgi fór fram Bikarmót í 13-14 ára flokki í Stafdal. Fjórir krakkar frá Skíðafélagi Dalvíkur tóku þátt í mótinu. Á laugardeginum var kepp í svigi. Í 13 ára flokki varð Arnór Reyr Rúnarsson varð í 1. sæti, Skúli Lorenz Tryggvason varð 9 og Sindri Már Óskarsson 10. Sólrún Anna Óskarsdóttir varð 4 í 13 ára flokki. Á sunnudeginum átti að keppa í stórsvigi en ekkert varð úr því vegna veðurs.