25.02.2004
Olís bikarmót SKI
Dalvík og Ólafsfirði
Skiðafélag Dalvíkur og Skíðafélag Ólafsfjarðar bjóða í
Olis bikarmót SKI 15 - 16 ára og eldri, karla og kvenna á Dalvík laugardaginn 28.febrúar 2004.
Dagskrá:
Föstudagur 27. febrúar Kl. 20:00. Farastjórafundur á efstu hæð Ráðhússins á Dalvík.
Laugardagur 28. febrúar. Stórsvig Dalvík
Kl. 09:00 Fyrri ferð konur.
Fyrri ferð karlar strax á eftir konum.
Kl. 11:30 Seinni ferð konur.
Seinni ferð karlar strax á eftir konum.
Laugardagur 28. febrúar. Svig Dalvík
Kl. 13:45 Fyrri ferð karlar.
Fyrri ferð konur strax á eftir körlum.
Kl. 16:15 Seinni ferð karlar.
Seinni ferð konur strax á eftir körlum
Mótshaldarar áskilja sér rétt á breytingum á dagskrá.
Skráningum þarf að vera lokið fimmtudaginn 26. febrúar fyrir kl. 18:00 og sendast þær á póstfang skidalvik@skidalvik.is eða á faxnúmer 466-1096. Nánari upplýsingar gefa fyrir hönd mótsnefndar Sigríður Gunnarsdóttir í síma 8620466 og Óskar Óskarsson í síma 8983589.
Skiðafélag Ólafsfjarðar og Skíðafélag Dalvíkur.
Skíðafélag Dalvíkur bíður í Bikarmót SKI 15-16 ára og eldri í stórsvigi á Dalvík Sunnudaginn 29.febrúar.
Dagskrá:
Laugardagur 28. febrúar. Farastjórafundur í Brekkuseli strax eftir mót.
Sunnudagur 29. febrúar Stórsvig Dalvík.
Kl. 11:00 Fyrri ferð konur.
Fyrri ferð karlar strax á eftir konum.
Kl. 14:15 Seinni ferð konur.
Seinni ferð karlar strax á eftir konum.
Skráningar í bikarmót Olis gilda í þetta mót. Nánari upplýsingar gefur Óskar Óskarsson í síma 8983589.
Skíðafélag Dalvíkur