Bikarmót 3. og 4. mars á Dalvík.

Skíðafélag Dalvíkur og Skíðafélag Ólafsfjarðar bjóða til bikarmóts í flokki 15 ára og eldri sem haldið verður á Dalvík 3. og 4. mars nk. Dagskrá mótsin miðast við svig og stórsvig. Aðstæður eru tæpar til þess að halda stórsvig og verður endanlega ákvörðun um fyrirkomulag mótsins tekin fyrir hádegi fimmtudaginn 1. mars. Skráningar í mótið þurfa að berast á netfangið skidalvik@skidalvik.is fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 1. mars á eyðublaði sem finna má að heimasíðu SKI undir ýmislegt, merkt skráningareyðublað. Þar þurfa allar upplýsingar að koma fram sem beðið er um. Upplýsingar um gistimöguleika, veitingastaði og samgönur er að finna á heimasíðum bæjanna sem eru www.dalvik.is og www.olafsfjordur.is. undir ferðaþjónusta. Einnig er möguleiki að fá gistingu í skíðaskálanum Tindaöxl, upplýsingar um það er hægt að fá í síma 865-6042 og í skíðaskálanum Brekkuseli en þar gefur Snæþór upplýsingar í síma 6593709. Aðstaða til þess að gera við skíði er í troðaraskemmunni á Ólafsfirði. Mótsgjöld á að greiða á farastjórafundinum á föstudagskvöld. Nánari upplýsingar gefur Óskar Óskarsson: skario@sinnet.is eða í síma 8983589 eftir kl. 16.00 á daginn Dagskrá Föstudagur 2. mars: Kl. 19:00 Farastjórafundur. Staðsetning óákveðin. Laugardagur 3.mars: Svig. Kl. 09:00 Fyrri ferð, stúlkur - konur. Kl. 09:30 Fyrri ferð, piltar - karlar. Kl. 11:45 Seinni ferð, stúlkur - konur. Kl. 12:15 Seinni ferð, piltar - karlar. Verðlaunaafhending strax að móti loknu við Brekkusel Farastjórafundur verður í Brekkuseli strax að móti loknu. Sunnudagur 4. mars: Stórsvig. Kl. 10:00 Fyrri ferð, piltar - karlar. Kl. 10:30 Fyrri ferð, stúlkur - konur. Kl. 13:00 Seinni ferð, piltar - karlar. Kl. 13:30 Seinni ferð, stúlkur - konur. Verðlaunaafhending strax að móti loknu við Brekkusel. Mótshaldarar áskilja sér rétt til breytinga á dagskrá Með skíðakveðjum! Skíðafélögin á Dalvík og á Ólafsfirði