Bikarmót Domino´s.

Keppt verður í stórsvigi á fyrsta bikarmóti vetrarins í flokki 15-16 ára og fullorðins flokki á Dalvík á morgun og hefst keppni kl. 10. Aðstæður á Dalvík eru ágætar þrátt fyrir hlákuna síðustu daga. Þegar þetta er skrifað er er kólnandi veður og spáin er fyrir morgun daginn hljóðar upp á kólnandi veður þannig að aðstæður ættu að verða ágætar ef vindurinn verður okkur ekki erfiður.