06.03.2002
Nú er nægur snjór sagður vera í Bláfjöllum til mótahalds og því hefur verið ákveðið að bikarmót sem átti að vera í Böggvisstaðafjalli um helgina
verði þar. Mótshaldarar, Dalvík og Ólafsfjörður ákváðu að gefa mótið frá sér þegar ljóst var að hægt var að halda mótið í Bláfjöllum. Keppt verður í svigi báða dagana og hefst keppni með svigi karla kl. 10 á laugardag en konurnar hefja keppni á sama tíma á sunnudag. Skíðafélag Dakvíkur á sjö keppendur á mótinu. 13-14 ára mótið sem átti að vera í Bláfjöllum um helgina var hinns vegar flutt á Siglufjörð. Þar á Skíðafélag Dalvíkur fjóra keppendur.