Bikarmót Domino´s á Ísafirði

Þessa helgi fer bikarmót Domino´s pizza og SKI í flokki 15 ára og eldri fram á Ísafirði. Keppendur Skíðafélags Dalvíkur og Skíðafélags Ólafsfjarðar eru á leið vestur og með þeim er Björgvin Hjörleisson þjálfari Ólafsfirðinga en félögin hafa í vetur skipst á að senda þjálfara með þeim á mót. Ekki tókst þeim að komast vestur í kvöld en ekkert var flogið til Ísafjarðar í dag og dvelja þau því á hóteli í Reykjavík í nótt.