Bikarmót í Böggvisstaðafjalli um helgina

Næstu helgi verður fyrsta bikarmót vetrarins haldið í Böggvisstaðafjalli. Það eru nágrannar okkar frá Akureyri sem halda mótið en það átti að fara í Hlíðarfjalli en það vantar eitthvað af snjó þar. Dagskrá mótsins er á heimasíðu Skíðafélags Akureyrar, skidi.is. Á myndasíðunni eru nokkrar myndir sem teknar voru í Böggvisstaðafjalli í dag.