Bikarmót í svigi í dag

Í dag fer fram seinna svigið á bikarmóti SKI á Dalvík. Það eru Skíðafélögin á Dalvík og Ólafsfirði sem halda mótið. Aðstæður eru fínar í Böggvisstaðafjalli og því stefnir í gott mót eins og í gær. Hér er logn hálfskýjað og hiti um frostmark. Dagskrá Sunnudagur 4.mars: Svig. Kl. 10:00 Fyrri ferð, stúlkur - konur. Kl. 10:30 Fyrri ferð, piltar - karlar. Kl. 12:45 Seinni ferð, stúlkur - konur. Kl. 13:15 Seinni ferð, piltar - karlar. Verðlaunaafhending strax að móti loknu við Brekkusel.