Bikarmót SKI í svigi í flokki 13-14 ára.

Bikarmót SKI í svigi í flokki 13-14 ára haldið á Dalvík 3. apríl 2008. Skíðafélag Dalvíkur og Skíðafélag Ólafsfjarðar bjóða til bikarmóts SKI í svigi í flokki 13 til 14 ára, haldið á Dalvík 3. apríl nk. Þetta er svig mót sem féll niður fyrr í vetur. Dagskrá mótsins verður send út síðar en stefnt er að starti kl.14:00. Skráningar í mótið þurfa að berast á netfangið skidalvik@skidalvik.is fyrir kl. 20:00 þriðjudaginn 1. apríl á eyðublaði sem finna má á heimasíðu SKI undir ýmislegt, merkt skráningareyðublað. Þar þurfa allar upplýsingar að koma fram sem beðið er um. Ákveðið hefur verið að útdrætti fyrir mótið verði lokið fyrir fararstjórafund þannig að hann taki sem skemmstan tíma. Það er von okkar að þessari ákvörðun verði tekið vel í þetta sinn en hún er tekin í samráði við eftirlitsmann mótsins sem er Guðmundur Jakobsson. Hafi þið eitthvað við þessa ákvörðun að athuga, vinsamlegast sendið póst á skario@simnet.is Þá óskum við eftir að félögin athugi tímasetningu á fararstjórafundi fyrir UMI sem verðum um kl.18:00 sama dag og skipuleggi með góðum fyrirvara hverjir mæti á hann þar sem hann skarast að hluta við seinni ferð í þessu móti. Upplýsingar um gistimöguleika, veitingastaði og samgönur er að finna á heimasíðum bæjanna sem eru www.dalvik.is og www.olafsfjordur.is. undir ferðaþjónusta. Einnig er möguleiki að fá gistingu í skíðaskálanum Tindaöxl Ólafsfirði, upplýsingar um það er hægt að fá í síma 865-6042 og í skíðaskálanum Brekkuseli á Dalvík, upplýsingar í 4661010 eða í síma 8983589. Nánari upplýsingar um mótahaldið gefur Óskar Óskarsson: skario@simnet.is eða í síma 8983589 eftir kl. 20.00 á kvöldin. Með skíðakveðjum! Skíðafélag Dalvíkur Skíðafélag Ólafsfjarðar