20.02.2008
Skíðafélag Dalvíkur og Skíðafélag Ólafsfjarðar bjóða til bikarmóts SKI og N1 í flokki 15 ára og eldri, haldið á Dalvík 23. og 24. febrúar nk.
Athugið að fararstjórafundurinn verður í skíðaskálanum Tindaöxl í Ólafsfirði og að báðar greinar fara fram á Dalvík. Þá viljum við taka fram að aðstaða til þess að gera við skíði er í troðaraskemmunni við skíðaskálann Tindaöxl í Ólafsfirði. Þar eru aðstæður mjög góðar. Að öðru leyti er dagskráin óbreytt og er hún eftirfarandi.
Föstudagur 22. febrúar:
Kl. 20:00 Farastjórafundur í skíðaskálanum Tindaöxl Ólafsfirði.
Laugardagur 23. febrúar: Svig Dalvík.
Kl. 10:00 Fyrri ferð, stúlkur - konur.
Kl. 10:30 Fyrri ferð, piltar - karlar.
Kl. 12:45 Seinni ferð, stúlkur - konur.
Kl. 13:15 Seinni ferð, piltar - karlar.
Kl. 14:00 Fararstjórafundur í Brekkuseli.
Verðlaunaafhending strax að móti við Brekkusel
Sunnudagur 24. febrúar: Stórsvig Dalvík.
Kl. 10:00 Fyrri ferð, piltar - karlar.
Kl. 10:30 Fyrri ferð, stúlkur - konur.
Kl. 13:00 Seinni ferð, piltar - karlar.
Kl. 13:30 Seinni ferð, stúlkur - konur.
Verðlaunaafhending strax að móti loknu við Brekkusel.
Mótshaldarar áskilja sér rétt til breytinga á dagskrá
Skíðafélögin á Dalvík og á Ólafsfirði