Bikarmót ski og N1, sunnudagur.

Í dag verður keppt í stórsvigi á N1 bikarmóti SKI, N1 er styrktaraðili bikarmótanna sem skíðafélögin á Dalvík og á ólafsfirði halda. Allt setfnir í góðan dag því hér er hægur vindur úr vestri og -4 gráður. Dagskráin í dag er þessi: Kl. 10:00 Fyrri ferð, stúlkur - konur. Kl. 10:30 Fyrri ferð, piltar - karlar. Kl. 13:00 Seinni ferð, stúlkur - konur. Kl. 13:30 Seinni ferð, piltar - karlar. Verðlaunaafhending strax að móti loknu við Brekkusel.