Bikarmótinu í 13-14 ára flokki frestað.

Mótanefnd bikarmóts í flokki 13-14 ára sem fram átti að fara um helgina hefur tekið ákvörðun í samstarfi við mótanefnd SKI að fresta mótinu um viku. Veðurútlit er mjög óhagstætt til mótahalds en spár gera ráð fyrir suðvestan 10-15 metrum og hita allt að 7 gráðum. Mótið fer því fram á Dalvík og Ólafsfirði helgina 29- 30 janúar 2011. Skráningar sem þegar hafa borist verða notaðar nema félög tilkynni annað. Skíðafélögin á Dalvík og Ólafsfirði.