Björgvin 10 í stórsvigi á Slóvenska meistaramótinu.

Í dag var keppt í stórsvigi á Slóvenska meistaramótinu sem fram fer í Krvavec. Björgin Björgvinsson, Gísli Rafn Guðmundsson og Árni Þorvaldsson eru meða keppenda á mótinu. Björgvin gerði mjög góða hluti í dag en hann endaði í 10 sæti. Fyrir það fékk hann 16.37 punkta sem er hans besti árangur í langan tíma. Á morgun verður keppt í svigi.