Björgvin 11 í Pampeago í gær.

Björgvin Björgvinsson varð í 11. sæti á alþjóðlegu svigmóti í Pampeago á Ítalíu í dag. Hann var í fimmta sæti eftir fyrri umferð en gerði smávægileg mistök í þeirri seinni og endaði ellefti í röðinni. Fyrir mótið fékk hann 17.57 punkta sem eru hans bestu svigpunktar á þessu keppnistímabili.Sigurvegari varð Ítalinn Matthias Thaler.