07.01.2007
Björgvin Björgvinsson varð í 34. sæti eftir fyrri ferðina í svigi á heimsbikarmóti sem haldið er í Adelboden í Sviss. Björgvin kemst þar með ekki í seinni ferðina en aðeins 30 efstu taka þátt í henni. Hann var aðeins 32/100 frá því að komast áfram en Björgvin tapaði tíma í seinni hluta brautarinnar. Svínn Markus Larsson varð fyrstur í fyrri ferðina, Austuríkismaðurinn Benjamin Raich annar og Kalle Pallander, Finnlandi, þriðji.
Aðstæður í Adelboden voru erfiðar, 2 stiga hiti og rigning.