Björgvin 43. í stórsvigi á Ólympíuleikunum

Björgvin Björgvinsson Dalvík varð 43. í stórsvigi á Ólympíuleikunum í Vancouver í gær. Björgvin var 56. í rásröðinni. Keppendur í stórsvigi voru 102 en 81 lauk keppni. Það var Carlo Janko frá Sviss sem sigraði, Ketil Jarlsrud frá Noregi varð annar og Aksel Lund Svindal frá Noregi fékk bronsið. Björgvin keppir í svigi, sem er hans aðal keppnisgrein, á laugardag.