Björgvin æfir í Böggvisstaðafjalli

Björgvin Björgvinsson hefur síðustu daga æft í Böggvisstaðafjalli en hann undirbýr sig þessa dagana fyrir heimsbikarmót í svigi sem fer fram í Valdiser 11. desember. Björgvin lætur vel að aðstæðum í Böggvisstaðafjalli og segir færið frábært til æfinga. Þessa stundina er verið að framleiða snjó neðst á svæðinu og eru aðstæður ágætar og vel gengur að framleiða í brekkuna.