21.09.2005
Björgvin lenti í öðru sæti á stórsvigsmóti sem fram fór í Turoa á Nýja Sjálandi í nótt. Bryce Stevens frá Ástralíu sigraði mótið og landi hans Bradley Walls lenti í þriðja sæti. Fyrir árangurinn fékk Björgvin 18,26 FIS stig sem er hans næst besti árangur til þessa í stórsvigi og kemur honum niður í ca. 140 sæti á heimslista. Sindri Már Pálsson lenti í 14. sæti en hann átti ekki nógu góða fyrri ferð.
Björgvin hefur nú bætt stöðu sína í Ástralíu - Nýja Sjálandsbikarnum og er sem stendur í efsta sæti í stórsvigi með 240 stig en annar er Bradley Wall með 210 stig. Í nótt verður síðasta stórsvigið í keppninni á sama stað og þá ræðst hver stendur uppi sem sigurvegari í bikarnum. Á aðfararnótt föstudags verður svo síðasta svigmótið í bikarnum en þar er Björgvin einnig með forystu með 200 stig og næsti maður með 160.