31.12.2003
Í gær var tilkynnt í hófi í Dalvíkurkirkju hver var kjörinn íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2003.
Það var Björgvin Björgvinsson sem var kjörinn og var það í fjórða skipti sem hann verður fyrir valinu en þetta var í áttunda skipti sem íþróttamaður Dalvíkurbyggðar er kjörinn. Áður hefur hann verið kjörinn árin 1996, 1998 og 2002. Þess má til gamans geta að árið 2000 var Kristinn Ingi Valsson skíðamaður fyrir valinu en þá var hann 15 ára gamall. Þá hefur Snorri Páll Guðbjörnsson skíðakappi einnig hlotið þennan titil en það var að vísu fyrir frjálsar íþróttir árið 1999 en þá var hann 14 ára gamall.
Það er mikill heiður fyrir Björgvin að hjóta þennan titil og er honum og þeim sem stutt hafa við bakið á honum síðustu ár mikil hvatning.
Það var Björgvin Gunnlaugsson faðir Björgvins sem tók á móti viðurkenningunni fyrir Björgvins hönd. Björgvin var staddur í hófi í Reykjavík þar sem lýst var kjöri íþróttamanns ársins á Íslandi.