Björgvin Björgvinsson að gera það gott í Þýskalandi

Björgvin Björgvinsson tók þátt í tveimur svigmótum í Þýskalandi um helgina og náði mjög góðum árangri. Á fyrra mótinu hafnaði hann í 8. sæti og fékk fyrir það 27.10 punkta sem er besti árangur hans í langan tíma eða sennilega síðan árið 2002. Í seinna mótinu náði svo Björgvin 4. sæti en það mót hefur ekki verið eins sterkt því fyrir fjórða sætið fékk Björgvin 28.11 punkta, sem er engu að síður mjög góður árangur.