Björgvin Björgvinsson annar í Rogla í Sloveniu

Björgvin Björgvinsson frá Dalvík varð annar á FIS móti í svigi sem fram fór í Rogla í Slóveníu í gær. Alls tóku fimm Íslendingar þátt í mótinu. Björgvin fékk 16 FIS-stig fyrir sigurinn en hann endaði 75/100 úr sekúndu á eftir sigurvegaranum, Stefan Georgiev frá Búlgaríu. Alwin De Quaratel frá Hollandi varð þriðji, 64/100 úr sekúndu á eftir Björgvini. Keppendur voru 114 talsins en af þeim náðu 74 að ljúka keppni, fjörtíu féllu úr leik í fyrri eða seinni ferð. 1 GEORGIEV Stefan BUL 0:43.25 0:41.65 1:24.90 11.52 2 BJOERGVINSSON Bjoergvin ISL 0:43.84 0:41.81 1:25.65 16.91 3 QUARTEL DE Alwin NED 0:43.90 0:42.39 1:26.29 21.51 29 GUDMUNDSSON Gisli Rafn ISL 0:46.32 0:44.22 1:30.54 52.04 47 THORVALDSSON Arni ISL 0:47.88 0:45.21 1:33.09 70.36 63 HALLDORSSON Sigurgeir ISL 0:50.47 0:46.70 1:37.17 99.68