Björgvin Björgvinsson Dalvík skíðamaður ársins 2009.

Björgvin Björgvinsson hefur verið okkar langfremsti skíðamaður undanfarin ár. Á árinu 2009 hefur Björgvin staðið sig mjög vel í hörðum heimi skíðaíþróttarinnar. Hann keppti í Eyjaálfukeppninni í ár með góðum árangri, mótaröð sem fram fór í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Björgvin náði þeim áfanga á keppnisferli sínum að komast í seinni umferð í Heimsbikar í Zagreb í byrjun janúar þar sem hann endaði í 25 sæti. Björgvin hefur verið að keppa í Heimsbikar og Evrópubikar, í Heimsbikar hefur hann verið að ná ágætis árangri í Evrópubikar hefur Björgvin náð 19 sæti og 23 sæti á árinu 2009 í svigi. Hann hefur verið sex sinnum í topp 15 í fis mótum og Evrópubikar 2009 . Björgvin var 17 sinnum í topp 30 á árinu 2009. Björgvin er nú í 75 sæti á heimslista í svigi, hann hefur keppnisrétt í öllum greinum á Ólympíuleikum sem fram fara í Kanada í vetur Björgvin varð fjórfaldur Íslandsmeistari í vor. Hann vann svig , stórsvig, alpatvíkeppni og samhliðasvig. Íris Guðmundsdóttir Akureyri skíðakona ársins 2009. Íris Guðmundsdóttir er ein af þeim skíðakonum sem tekið hafa við kyndli sem besta skíðakona landsins.Íris er ung að árum aðeins 19 ára en hefur verið í hópi þeirra bestu á Íslandi síðastliðin ár . Hún hefur verið búsett í Noregi í fjögur ár og gengið þar í skíðamenntaskóla til að geta einbeitt sér sem best að skíðaíþróttinni. Íris hefur verið 15 sinnum í topp 15 á fismótum á árinu. Hún hefur verið að bæta stöðu sína jafnt og þétt á heimslista í hörðurm heimi skíðaíþróttarinnar. Hún tók þátt í sínum fyrstu Evrópubikarmótum í ár. Íris varð Íslandsmeistari í stórsvigi og samhliðasvigi 2009 . Á heimslista þá er Íris no 359 í risasvigi , no 541 í svigi og no 721 í stórsvigi .