Björgvin Björgvinsson fimmti í Crnana Koroskem í dag.

Björgvin Björgvinsson endaði í fimmta sæti á alþjóðlegu FIS móti í svigi í Crnana Koroskem í Slóveníu í dag. Björgvin, sem var með rásnúmer 22, var með 13. besta tíma eftir fyrri umferð og átti besta tíma í þeirri síðari, þar sem hann var einni sekúndu á undan næsta manni. Fyrir mótið fær Björgvin 17,3 FIS punkta og er það besti árangur hans til þessa. Kristinn Ingi Valsson tók einnig þátt í mótinu en helltist úr lestinni í fyrri umferð mótsins. Kristján Uni Óskarsson Ólafsfirði og Sindri Már Pálsson Breiðablik tóku einnig þátt í mótinu en luku ekki keppni