Björgvin Björgvinsson fyrstur eftir fyrri ferð

Fréttir að heimasíðu Skíðafélags Ísafjarðar. Björgvin Björgvinsson frá Dalvík er með besta tímann, 1.00.04, eftir fyrri umferð í stórsvigi á Skíðamóti Íslands á Ísafirði. Annar er Svíinn Magnus Andersson á tímanum 1.00.88, þriðji er Árni Þorvaldsson, Ármanni, á 1.01.49. Með fjórða og fimmta besta tíma eru Svíarnir Fredrik Nordth og Andre Bjoerk á tímunum 1.01.69 og 1.02.53. Stefán Jón Sigurgeirsson frá Akureyri er sjötti á tímanum á 1.03.00. Dagný Linda fyrst eftir fyrri umferð í stórsvigi Dagný Linda Kristjándóttir er fyrst eftir fyrri umferð í stórsvigi kvenna á Skíðamóti Íslands á Ísafirði. Tími hennar var 1.03.46 en önnur er Íris Guðmundsdóttir á tímanum 1.05.79. Þriðja er Tinna Dagbjartsdóttir á 1.06.39. [link="www.snjor.is"]Skíðamót Íslands[/link]