05.04.2002
Björgvin Björgvinsson frá Dalvík er fyrstur í stórsvigi á Skíðamóti Íslands, en fyrri ferð karla var rétt að ljúka. Björgvin er á tímanum 1:07:26. Annar er Sindri M. Pálsson, Breiðabliki, á tímanum 1:08:05 og þriðji Kristinn Magnússon, Akureyri, á tímanum 1:08:52.
Ætlun okkar var að setja tíma keppenda beint inn á netið, en vegna tæknilegra örðugleika hefur það ekki enn tekist. Unnið er að því að koma tæknimálunum í lag.
Fyrri umferð kvenna hefst kl. 11.45, en til stóð að hún myndi geta hafist kl. 10.15. Ýmsar tafir í stórsvigi karla hafa þó gert það að verkum að hálfs annars tíma frestun hefur orið á stórsvigi kvenna.