Björgvin Björgvinsson íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2004

Í dag var Björgvin Björgvinsson kjörinn íþróttamaður Dalvíkurbyggðar í hófi í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju. Þetta er í fjórða skipti sem hann verður fyrir valinu og í þriðja skiptið í röð en fyrst var hann kjörinn íþróttamaður Dalvíkur árið 2000. Þetta er mikill heiður fyrir Björgvin og skiptir hann miklu máli og óskum við honum til hamingju. Á myndasíðunni eru myndir frá afhendingunni