21.10.2004
Nú um helgina hefst mótaröð heimsbikarsins í alpagreinum með opnunarmótinu í Sölden í Austurríki.
Keppt verður í stórsvigi kvenna á laugardag kl: 9,45 að staðartíma og í stórsvigi karla á sama tíma á sunnudag.
Á meðal þátttakenda verður Björgvin Björgvinsson frá Dalvík, en hann hefur verið ásamt stórum hluta landsliðsins við æfingar á Hintertux jökli í Austurríki undanfarnar tvær vikur. Landsliðið hefur æft mikið á snjó í allt sumar en þeir eru nú í sinni fimmtu æfingaferð á snjó síðan í lok maí. Upplýsingar um mótið, dagskrá og fleira er að finna hér á [link="http://www.solden.com"]www.solden.com[/link].