Björgvin Björgvinsson, Kristján Uni Óskarsson og Sindri Már Pálsson kepptu á fyrsta Evrópubikarmóti vetrarins í dag.

Björgvin í 27. sæti í Hollandi. Björgvin endaði í 27. sæti á Opnunarmóti Evrópubikarsins í Hollandi þegar hann var sleginn út í fyrstu ferð útsláttarkeppninnar. Fyrir þann árangur fær Björgvin 4 Evrópubikarstig. Nú tekur við hvíld í nokkra daga áður en hann heldur með karlalandsliðinu til Noregs og Svíþjóðar þar sem keppt verður á alþjóðlegum FIS mótum. Næsta Evrópubikarmót er í Åre í Svíþjóð, 1.-2. desember nk, en þá er einnig keppt í svigi. Björgvin kemst áfram Alpagreinar. Björgvin Björgvinsson, Dalvík, er í 24.-26. sæti eftir fyrstu umferð á opnunarmóti Evrópubikarsins í Landgraaf í Hollandi. Björgvin er einn af 30 keppendum sem komust áfram af 115 sem hófu leik og munu nú keppa hver á móti öðrum í þremur ferðum. Keppni hefst aftur eftir um 45 mínútna hlé. Kristján Uni Óskarsson, Ólafsfirði, og Sindri Már Pálsson, Breiðablik, fóru báðir út úr brautinni í fyrstu ferð. Mótið sem er svigmót verður haldið í skíðahöllinni í Landgraf í Hollandi og á Ísland nú rétt á að senda þrjá keppendur í stað tveggja eins og verið hefur þar sem Björgvin Björgvinsson er á meðal 80 bestu á heimslistanum (77 sæti). Björgvin hefur verið að bæta sig umtalsvert frá því í vor og tryggði sér þennan árangur með frábærum árangri í Álfubikarnum í Ástralíu á dögunum. Íslenska landsliðið hefur aldrei telft fram jafn sterku Evrópubikarliði síðan Kristinn Björnsson var uppá sitt besta. Björgvin Björgvinsson, Kristján Uni Óskarsson og Sindri Már Pálsson keppa í fyrsta Evrópubikarmóti vetrarins. Mótið er merkilegt fyrir fleira en að vera haldið innandyra, þar sem að farnar eru þrjár ferðir og gildir einungis sú fyrsta til FIS stiga. Þeir 30 bestu úr fyrstu ferðinni halda svo áfram og eru farnar tvær ferðir í til viðbótar þar sem að úrslitin ráðast í hinu eiginlega Evrópubikarmóti og þeir keppendur sem eru þar á meðal vinna sér inn Evrópubikarstig. Björgvin er með rásnúmer 30, Uni nr. 52 og Sindri nr. 100.