Björgvin Björgvinsson og Kristinn Ingi Valson keppa í Noregi.

Þessa frétt er að finna á heimasíðu Skíðasambands Íslands. Björgvin Björgvinsson, Skíðafélagi Dalvíkur, keppti í stórsvigi á FIS móti í Aurdal í Noregi í gærkvöldi. Hann náði þar góðum árangri, lenti í 6. sæti og fékk 39.36 punkta. Kristinn Ingi Valsson, Skíðafélagi Dalvíkur, hefur einnig staðið sig vel á þessum fyrstu FIS mótum vetrarins. Á sunnudaginn var náði hann 29. sæti á svigmóti í Rjukan í Noregi og fékk þar 64.36 punkta. Þá náði hann 51. sæti á stórsvigsmótinu í Aurdal í gærkvöldi og fékk 102.88 punkta. Kristinn Ingi er aðeins 17 ára og er greinlega á góðri siglingu.