Björgvin Björgvinsson og Skafti Brynjólfsson kepptu í Noregi í dag.

Björgvin Björgvinsson varð fjórði á stórsvigsmóti í Norefjell í Noregi í dag. Hann var rúmri sekúndu á eftir fyrsta manni eftir að hafa verið með annan til þriðja besta tímann eftir fyrri ferð. Skafti Brynjólfsson sem hefur dvalið á þriðju viku við æfingar í Noregi keppti einnig í Norefjell en keyrði út úr í fyrri ferð þegar hann átti aðeins eftir þrjú port í mark. Nokkrir Íslendingar kepptu í Norefjell, þar á meðal félagarnir Gunnlaugur Haraldsson og Kristján Uni Óskarsson frá Ólafsfirði. Gunnlaugur fór út í fyrri en Kristján Uni kláraði og hafnaði í 29. sæti.