28.03.2008
Björgvin Björgvinsson frá Dalvík fagnaði sigri í stórsvigi karla á Skíðamóti Íslands á Ísafirði. Var samanlagður tími hans eftir tvær umferðir 2:01.95. Í öðru sæti var Árni Þorvaldsson, Ármanni, á tímanum 2:05.04 og þriðji var Gísli Rafn Guðmundsson, Ármanni, á tímanum 2:05,54. Svíarnir Fredrik Nordt og Andre Bjoerk náðu öðrum og þriðja besta tímanum, Nordt var á 2:02.34 og Bjoerk á 2:04.75
Alls voru 38 keppendur skráðir til leiks í stórsviginu og náðu 36 þeirra að ljúka keppni. Aðstæður voru frekar erfiðar vegna hvassviðris og skafrenningur á köflum
Úrslit dagsins er að finna á heimasíðu Skíðafélags Ísafjarðar, www.snjor.is undir úrslit móta.