Björgvin farinn til Noregs

Björgvin Björgvinsson hélt til Noregs í gær eftir að hafa verið hér heima á Dalvík í rúma viku. Síðasta æfing hjá honum hófst með 4 daga æfingu á Juvass í Noregi en síðan var haldið til Austurríkis. Að sögn Björgvins voru aðstaður frekar erfiðar á Pitzdal þar sem liðið var við æfingar. Hann sagði að mikið hefði verið búið að snjóa og talsverður vindur hefði einnig verið sem gerði þeim erfitt fyrir. Björgvin segir að það hafi verið frábært að komast á skíði í Böggvisstaðafjalli en ekki hafi hann látið sér detta það í hug að það yrði hægt svo snemma. Hann æfði þá daga sem var opið og lætur vel að aðstæðum þrátt fyrir að snjórinn sé í minna lagi . Hann fór til Noregs og hitti e-cup liðið og segir að fyrst um sinn verði æft í Bjorli í fjóra daga en síðan verði æft í Hemsedal. Þaðan verður farið til Rjukan þar sem liðið tekur þátt í tveimur svigmótum. Frá Rjukan fara þeir til Aurdal og taka þátt í tveimur stórsvigsmótum, þá til Hemsedal þar sem verða tvo risasvig mót. Eftir mótið í Heimsdal verður farið til Leví í Finnlandi þar sem fjögur e-cup mót verða. Björgvin segir að þessari törn ljúki með pásu í einn dag áður en flogið verð til S.Vigilio í Ítalíu og tekið þátt í tveimur e-cup mótum í stórsvigi 4-5 desember . Nánar verður sagt frá mótunum þegar nær dregur.