Björgvin farinn til Noregs

Björgvin Björgvinsson hefur dvalið hér heima um skeið en er nú farinn til Noregs þar sem hann ætlar að dvelja fram til 5 apríl en þá kemur hann heim og líkur þessu keppnistímabili á Skíðalandsmóti og FIS mótunum sem haldin eru samhliða því. Samstarfinu við Norðmenn er formlega lokið en hann mun þó njóta aðstoðar þeirra á þeim mótum sem hann tekur þátt í. Framhaldið hjá Björgvin og hvað hann ætlar að gera næsta vetur er óráðið og verður ekki tekin ákvörðun um það fyrr en eftir tímabilið sem líkur eins og áður sagði eftir landsmót.