Björgvin fékk Eysteinsbikarinn

Eysteinsbikarinn var veittur í veglegu lokahófi á landsmóti á Ísafirði um síðustu helgi. Það er óhætt að segja að keppnin í ár hafi ekki verið jafn spennandi og í fyrra ( 2007) en eftir frábæra frammistöðu í Eyjaálfukeppninni var sigurinn hjá Björgvini Björgvinssyni Dalvík aldrei í hættu í vetur. Björgvin vann með nokkrum yfirburðum .